Ég hringdi í Jóa útherja og komst að því að úlpurnar eru ekki komnar til þeirra og verða ekki væntanlegar fyrr en eftir hádegi á morgun.
Hann vildi meina að Errea ætti von á þeim um hádegið á morgun og þeir væru ca. 30 mínútur að smella Þróttara-merki á þær og koma þeim til Jóa.
Við finnum vonandi lausn á því hvernig við komum þeim til Vestmannaeyja, því hópurinn verður auðvitað löngu farinn af stað.
Ef einhver er að koma seinnipartinn og hefur tök á því að "redda þessu", þá mætti sá hinn sami endilega gefa sig fram við fararstjóra (sjá nöfn og síma í frétt hér að neðan).

Kem seint á fimmtudagskvöld á bíl, gæti tekið úlpurnar ef það er ekki of seint.
SvaraEyðaStefán, pabbi Skarphéðins