Verið velkomin á glænýtt og sjóðheitt blogg strákanna á eldra ári 6. flokks Þróttar. Þar sem við erum á leiðinni á Shellmótið í Vestmannaeyjum í vikunni, fannst okkur tilvalið að skella upp smá bloggi.
Hér verður hægt að fylgjast með okkur á meðan mótinu stendur og auðvitað rifja upp gamlar stundir eftir að heim verður komið. Endilega sendið okkur kveðjur, þær munu koma til skila og verða okkur hvatning í erfiðum leikjum.
Umfram allt: Lifi Þróttur!!
| Þróttur 2 á VÍS-mótinu 2011 |
| Þróttur 3 á VÍS-mótinu 2011 |
| Þróttur 1 á VÍS-mótinu 2011. |
Myndir hér að ofan eru teknar frá fotbolta.net. Þar kemur fram að gægt er að hafa samband við Kristján Orra Jóhannsson (s.692-6377 eða krissi(hja)fotbolti.net) ef áhugi er fyrir því að kaupa þær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli