![]() |
| Lundinn er þekktur fyrir sín þrumuskot |
Hægt er að hlusta á lagið með því að smella hér
Hér er svo textinn:
Til Eyja öll við höldum
í ævintýraleit.
Við búum í skólum og tjöldum
leikum á grænum reit.
Við förum á völlinn, spörum ei köllinn
við erum ein sigursveit.
Í fótboltann við spörkum
daginn út og inn.
Þess á milli við örkum
um bæinn minn og þinn.
Við munum þora og mörkin skora
sláin, stöngin inn.
Viðlag :
Á Shellmót í Eyjum
við stefnum hvert ár,
þar setjum við markið hátt.
Saman segjum
og stöndum klár,
sá sigrar sem tekur þátt.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli