![]() |
| Um borð í Herjólfi á leið til Vestmannaeyja. |
Við fórum í rútuferð um Heimaey og sáum helstu kennileitin sem voru krydduð með skemmtilegum sögum bílstjórans. "Lalli leiðinlegi" úr Vesturbænum, sem býr einn í Ystakletti, vakti m.a. margar spurningar hjá strákunum.
Eftir gönguferð um bæinn fórum við í stutta siglingu framhjá fyrrum dvalarstað Keikó og inn í Klettshelli í Ystakletti þar sem hress skipstjórinn spilaði nokkra vel valda tóna á saxafóninn sinn.
Matarnefndin er búinn að eiga stórleik í dag og gengur eins og smurð vél í orðsins fyllstu merkingu. Kvöldmaturinn rann líka vel í drengina, kjötbollur með brúnni sósu og kartöflum. Kvöldkaffið var svo kakó ásamt grilluðum skinku & ost samlokum. Eftir það var stuttur fundur með Andra þjálfara sem lagði aðaláherslu á góðan nætursvefn og við þau orð lögðust drengirnir til hvílu. Góða nótt, Einar Áskell.
Við bættum mörgum myndum við á Flickr-svæðið okkar sem hægt er að nálgast hér til hliðar og svo reynum við að senda af og til stuttum skilaboð af okkar mönnum á Twitter sem birtast einnig hér til hliðar. Ræs verður kl. 7 í fyrramálið fyrir A og C lið, en B fær að sofa litlu lengur þar sem þeir eiga ekki leik fyrr en síðar um morguninn.
Að lokum viljum við benda á að senda okkur kveðjur/skilaboð. Áfram Þróttur!




