miðvikudagur, 22. júní 2011

Viðburðaríkur ferðadagur að kveldi kominn

Um borð í Herjólfi á leið til Vestmannaeyja.
Þetta hefur aldeilis verið frábær dagur hjá okkur og drengirnir til mikillar fyrirmyndar.  Ferðalagið gekk frábærlega vel og allir komust heilir á húfi til Vestmannaeyja þar sem beið okkar skemmtileg dagskrá.

Við fórum í rútuferð um Heimaey og sáum helstu kennileitin sem voru krydduð með skemmtilegum sögum bílstjórans.  "Lalli leiðinlegi" úr Vesturbænum, sem býr einn í Ystakletti, vakti m.a. margar spurningar hjá strákunum.

Eftir gönguferð um bæinn fórum við í stutta siglingu framhjá fyrrum dvalarstað Keikó og inn í Klettshelli í Ystakletti þar sem hress skipstjórinn spilaði nokkra vel valda tóna á saxafóninn sinn.

Matarnefndin er búinn að eiga stórleik í dag og gengur eins og smurð vél í orðsins fyllstu merkingu. Kvöldmaturinn rann líka vel í drengina, kjötbollur með brúnni sósu og kartöflum.  Kvöldkaffið var svo kakó ásamt grilluðum skinku & ost samlokum.  Eftir það var stuttur fundur með Andra þjálfara sem lagði aðaláherslu á góðan nætursvefn og við þau orð lögðust drengirnir til hvílu.  Góða nótt, Einar Áskell.

Við bættum mörgum myndum við á Flickr-svæðið okkar sem hægt er að nálgast hér til hliðar og svo reynum við að senda af og til stuttum skilaboð af okkar mönnum á Twitter sem birtast einnig hér til hliðar.  Ræs verður kl. 7 í fyrramálið fyrir A og C lið, en B fær að sofa litlu lengur þar sem þeir eiga ekki leik fyrr en síðar um morguninn.    

Að lokum viljum við benda á að senda okkur kveðjur/skilaboð.  Áfram Þróttur!

þriðjudagur, 21. júní 2011

Úlpurnar láta eitthvað bíða eftir sér

Ég hringdi í Jóa útherja og komst að því að úlpurnar eru ekki komnar til þeirra og verða ekki væntanlegar fyrr en eftir hádegi á morgun.

Hann vildi meina að Errea ætti von á þeim um hádegið á morgun og þeir væru ca. 30 mínútur að smella Þróttara-merki á þær og koma þeim til Jóa.

Við finnum vonandi lausn á því hvernig við komum þeim til Vestmannaeyja, því hópurinn verður auðvitað löngu farinn af stað.

Ef einhver er að koma seinnipartinn og hefur tök á því að "redda þessu", þá mætti sá hinn sami endilega gefa sig fram við fararstjóra (sjá nöfn og síma í frétt hér að neðan).

Brottför á Shellmótið

Við förum létt með að rúma alla í ÞróttMobile.
Við viljum vekja sérstaka eftirtekt á því að rútan okkar fer frá Þróttaraheimilinu í fyrramálið, miðvikudaginn 22. júní, kl 10:00.

Mæting er kl. 09:30

Úlpurnar koma seinnipartinn í dag
Þeir sem skráðu sig fyrir úlpu þurfa að sækja hana í Jóa útherja seinnipartinn í dag, þriðjudag.


Ferðatilhögun með Herjólfi
  • Frá Landeyjahöfn á miðvikudag kl. 13.00 :
    KR, Selfoss, Valur, Víkingur, Þróttur, Stjarnan, ÍR
     
  • Frá Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags kl. 01.00 :
    KR, Selfoss, Valur, Víkingur, Þróttur, Stjarnan, ÍR.

    Liðsskipan og umsjónarfólk

    Þróttur 1
    Daníel Ernir, Birgir Ísar, Eysteinn, Ásvaldur, Guðmundur Axel, Hrannar Ingi, Eldar, Ólafur Franklín, Orri, Alexander Sigurðarsson.
    Liðsstjórar: Steinar, s. 693 9101, og Sigurður, s. 898 1884.

    Þróttur 2
    Alexander Olsen, Aron Ísak, Darri, Friðrik Þór, Gunnlaugur Fjólar, Ísak Elí, Kristófer, Logi, Tristan, Yngvi, Alexander Máni.
    Liðsstjórar: Bergþór, s. 899 3270, og Margeir, s. 840 0474.

    Þróttur 3
    Benedikt, Dagur, Daníel, Einar, Gizur, Skarphéðinn, Mikael, Jón Þór, Gunnar Ingi, Kári.
    Liðsstjórar: Lárus, s. 891 7080 og Eggert, s. 664 8770.

    -----------

    Matarnefnd: Lára, s. 698 4135; Hulda, s. 864 3624; María; Þorgeir, s. 840 3566; Lárus; Jóhanna; Friðrik, s. 863 0699; Silja, s. 895 8863; Sif, s. 825 7373; Elín og Lilja.

    Fararstjórn: Guðberg, s. 698 5575 og Sigþór, s. 845 9223.

    Þjálfari: Andri, s. 695 0853.

    mánudagur, 20. júní 2011

    Handbók fyrir Shellmótið 2011

    Við mælum eindregið með því að foreldrar lesi yfir handbók Shellmótsins áður en lagt verður af stað.
    Sjá nánar á http://www.shellmot.is/

    Dagskrá leikja fimmtudaginn 23. júní

    Smellið á myndina til að sjá staðsetningu valla. 
    Þeir eru litaðir grænir á myndinni.
    Þróttur 1
    Kl: 09:00 @ Týsvöllur 1
    Breiðablik 2 - Þróttur 1

    kl: 10:20 @ Hásteinsvöllur 1 
    Þróttur 1 - Víkingur 2

    Kl: 13:40 @ Þórsvöllur 1
    USA - Þróttur 1

    Þróttur 2
    Kl: 11:40 @ Týsvöllur 1
    Breiðablik 7 - Þróttur 2

    kl: 15:00 @ Týsvöllur 3
    Þróttur 2 - Keflavík 2

    Kl: 16:20 @ Týsvöllur 3
    KA 3 - Þróttur 2

    Þróttur 3
    Kl: 09:00 @ Þórsvöllur 3
    Afturelding 4 - Þróttur 3

    kl: 10:20 @ Þórsvöllur 3
    Þróttur 3 - Valur 3

    Kl: 13:40 @ Helgafellsvöllur 3
    ÍBV 3 - Þróttur 3

    Shellmótslagið: Sá sigrar sem tekur þátt

    Lundinn er þekktur fyrir sín þrumuskot
    Shellmótslagið, Sá sigrar sem tekur þátt,  verður flutt við hin ýmsu tækifæri á mótinu og við Þróttarar ætlum að taka vel undir með okkar landsfræga Þróttarahljómi:

    Hægt er að hlusta á lagið með því að smella hér

    Hér er svo textinn:

    Til Eyja öll við höldum
    í ævintýraleit.
    Við búum í skólum og tjöldum
    leikum á grænum reit.
    Við förum á völlinn, spörum ei köllinn
    við erum ein sigursveit.

    Í fótboltann við spörkum
    daginn út og inn.
    Þess á milli við örkum
    um bæinn minn og þinn.
    Við munum þora og mörkin skora
    sláin, stöngin inn.

    Viðlag :
    Á Shellmót í Eyjum
    við stefnum hvert ár,
    þar setjum við markið hátt.
    Saman segjum
    og stöndum klár,
    sá sigrar sem tekur þátt.

    6 fl. Þróttar á leið á Shellmótið í Eyjum

    Kæru gestir.

    Verið velkomin á glænýtt og sjóðheitt blogg strákanna á eldra ári 6. flokks Þróttar.  Þar sem við erum á leiðinni á Shellmótið í Vestmannaeyjum í vikunni, fannst okkur tilvalið að skella upp smá bloggi.

    Hér verður hægt að fylgjast með okkur á meðan mótinu stendur og auðvitað rifja upp gamlar stundir eftir að heim verður komið.  Endilega sendið okkur kveðjur, þær munu koma til skila og verða okkur hvatning í erfiðum leikjum.

    Umfram allt:   Lifi Þróttur!!

    Þróttur 2 á VÍS-mótinu 2011

    Þróttur 3 á VÍS-mótinu 2011

    Þróttur 1 á VÍS-mótinu 2011.

    Myndir hér að ofan eru teknar frá fotbolta.net.  Þar kemur fram að gægt er að hafa samband við Kristján Orra Jóhannsson (s.692-6377 eða krissi(hja)fotbolti.net) ef áhugi er fyrir því að kaupa þær.